Útsendingar sjónvarps og útvarps til fiskimiða

28. fundur
Þriðjudaginn 02. nóvember 1993, kl. 17:18:38 (993)



[17:18]
     Menntamálaráðherra (Ólafur G. Einarsson) :
    Hæstv. forseti. Hérna er hreyft mikilvægu máli og ég vil aðeins lýsa þeirri skoðun minni að ég tel sjálfsagt að hv. menntmn. athugi þetta mál vel og vandlega og leiti upplýsinga fyrsta kastið sem ég efast ekki um að nefndin muni gera hjá útvarps- og sjónvarpsstöðvunum. Það kunna að liggja þar þegar fyrir mikilvægar upplýsingar um þessi atriði. Þetta er mikið öryggismál eins og kom fram í máli hv. 1. flm. og

eins og ég segi þá má vel vera að það liggi þegar fyrir upplýsingar sem benda til hver kostnaður yrði við að bæta úr þessu ástandi sem núna er.
    Ég ítreka það að ég tel hér hreyft mikilvægu máli.