Útsendingar sjónvarps og útvarps til fiskimiða

28. fundur
Þriðjudaginn 02. nóvember 1993, kl. 17:25:52 (995)


[17:25]
     Flm. (Guðjón Guðmundsson) :
    Hæstv. forseti. Ég þakka hæstv. menntmrh. og hv. þm. Tómasi Inga Olrich fyrir ágætar undirtektir við þessa tillögu okkar og veit að hún mun fá jákvæða umfjöllun í hv. menntmn. Ég vil leggja áherslu á það við lok þessarar fyrri umræðu að hér er ekki bara um að ræða þau sjálfsögðu mannréttindi sjómanna að þeir geti notið útsendinga ljósvakamiðlanna með svipðum hætti og aðrir landsmenn, heldur er hér ekki síður um að ræða mikið öryggismál eins og ég gat um í minni fyrri ræðu og á það vil ég leggja mikla áherslu.