Endurmat iðn- og verkmenntunar

28. fundur
Þriðjudaginn 02. nóvember 1993, kl. 18:45:47 (1009)


[18:45]
     Flm. (Stefán Guðmundsson) (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Ég þakka fyrir að ég hef þolinmæðina. Ég býst svo sem við ýmsu en ég er ekki búinn að gefast upp í málinu. Það er ekki minn stíll.
    En það sem er óvenjulegt og ég deili á --- það er ekkert óeðlilegt við það að þingmál liggi í nefnd, það er mér sjálfum ljóst --- er að mál sem fær almenna og jákvæða umfjöllun í þinginu og allir umsagnaraðilar eru sammála um að málið nái fram --- ég fullyrði að það er mjög sjaldgæft ef ekki einsdæmi að slík mál liggi í þinginu. Það er það sem ég gagnrýni.