Vegalög

29. fundur
Miðvikudaginn 03. nóvember 1993, kl. 14:18:04 (1025)


[14:18]
     Guðni Ágústsson (andsvar) :
    Hæstv. forseti. Ég get tekið undir margt í ræðu hv. þm. Páls Péturssonar, en það henti hv. þm. hér í ræðustólnum að ofmæla einnig því að hér setti hann fram þá fáránlegu fullyrðingu að þeir væru ekki alþingismenn, hv. þm. Árni Mathiesen, Gunnlaugur Stefánsson, Karl Steinar Guðnason, að vísu er hann það ekki lengur en hann var það og er nú farinn í feitara embætti. Kannski væri einhver einn alþingismaður enn ( Gripið fram í: Ekki má gleyma Pálma Jónssyni.), já ég tala nú ekki um hv. þm. Pálma Jónsson, nágranna og upprekstrarfélaga hv. þm. Páls Péturssonar.