Flutningur ríkisstofnana

36. fundur
Mánudaginn 15. nóvember 1993, kl. 15:25:15 (1301)


[15:25]
     Sturla Böðvarsson :
    Virðulegur forseti. Ég vil þakka hv. fyrirspyrjanda fyrir að koma þessu máli á dagskrá. En ég verð að segja alveg eins og er að mér finnst hálf holur hljómur í máli þeirra hv. stjórnarandstæðinga sem hafa setið lengi á þingi og stutt margar ríkisstjórnir án þess að nokkur árangur hafi orðið af því að flytja stofnanir út á land. Hins vegar er það svo að hæstv. forsrh. hefur beitt sér fyrir því að gera mjög vandaða og efnismikla athugun á þessu. Ég vil segja hv. 5. þm. Vestf. að það þarf ekki að vera nein forsenda fyrir því að það sé hægt að flytja stofnanir út á land að þar sé stórfé ætlað til þess á fjárlögum. Það þarf að undirbúa þetta mál mjög vandlega og hrapa ekki að neinu en ég er sannfærður um það að áður en kjörtímabilið er á enda mun sjást nokkur árangur af því starfi sem nefndin hefur unnið.