Hafnalög

37. fundur
Þriðjudaginn 16. nóvember 1993, kl. 16:16:17 (1420)

[16:16]
     Pálmi Jónsson (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Ég bið afsökunar á því að hafa munað rangt nafn á sportbátaklúbbnum í Kópavogi, en það verður að bíða betri tíma.
    Hv. þm. lýsti andstöðu við það að ganga fram í gjaldtöku, þ.e. með vörugjaldi á hafnir í óþökk allra þeirra aðila sem hlut eiga að máli og taka það fé til jöfnunaraðgerða eins og við vitum að gert er. Hann taldi jafnframt rangt að afla tekna með þessum hætti og vildi láta það gerast einhvern veginn öðruvísi eða með skattheimtu væntanlega á borgana. Um þetta er sjálfsagt hægt að deila. En ég tel að hv. þm. sé mér jafnmeðvitaður um það að flestir sem hlut eiga að máliður vilja helst vera lausir við að greiða skatta, svo um þessa aðila eins og aðra. Eigi að síður hefur það orðið niðurstaða og er pólitísk niðurstaða núv. hæstv. ríkisstjórnar að afla tekna til hafnargerða að hluta með þessum hætti og það ætti hv. þm. að vera vel kunnugt um.