Endurgreiðsla lyfja- og lækniskostnaðar

38. fundur
Miðvikudaginn 17. nóvember 1993, kl. 13:37:32 (1462)

[13:37]
     Fjármálaráðherra (Friðrik Sophusson) :
    Virðulegi forseti. Mér þykir eðlilegt að hv. þm. beini þessari fsp. til heilbrrh. Það er hægt að gera það annaðhvort í hv. fjárln. ( GHelg: Hvað með fjmrh.? Þetta er skattamál.) eða í heilbrn. því ég þekki ekki þær reglur sem endurgreiðslurnar byggja á. Þetta er að sjálfsögðu ekki skattamál, hér er einungis deilt um það, ef ég skil hv. þm. rétt, hvort það sé eðlilegt að miða við heildartekjur eða nettótekjur. Þess eru mýmörg dæmi þar sem um slíkar viðmiðanir er að ræða að miðað sé við heildartekjur. Þannig að ef það er gert í þessu tilviki þá er það ekkert ólíkt því sem gert er á mörgum öðrum stöðum. En ég hef heyrt hvað hv. þm. hefur til málanna að leggja.