Eftirlit með innfluttu fóðri

38. fundur
Miðvikudaginn 17. nóvember 1993, kl. 13:49:47 (1475)

[13:49]
     Gísli S. Einarsson :
    Virðulegur forseti. Ég þakka hæstv. landbrh. fyrir hans svör. Hann er auðheyrilega jafnókunnugur þessum málum og ég, hann veit ekki hvort þetta er rétt eða rangt. Mér þykir gott að vita að það verður einhver aðili sem spyr mig um hvað um er að ræða. Ég sé ekki ástæðu til þess að upplýsa það hér nákvæmlega en það er a.m.k. mjög slæmt ef maður lendir í því úti í heimi að geta ekki svarað fyrir svona lagað því að þar var þessu á mig skellt að við skyldum fara varlega með öll digurmæli um hvað við værum með hreinar allar afurðir okkar í kjöti.