Tekjustofnar sveitarfélaga

42. fundur
Þriðjudaginn 23. nóvember 1993, kl. 15:38:42 (1760)


[15:38]
     Kristinn H. Gunnarsson (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Það er skaði finnst mér að hæstv. fjmrh. hefur verið fjarstaddur þessa umræðu því auðvitað hefur hún beinst svo mjög að skattamálum og hefði verið þörf á hann væri hér eins og reyndar kom fram í svari hæstv. félmrh. áðan.
    Ég vil þakka ráðherra þau svö sem ráðherra veitti en ganga eftir tveimur eða þremur atriðum til viðbótar. Í fyrsta lagi: Verður flutt frv. af hálfu ríkisstjórnarinnar um að fella niður 1,5% tekjuskattinn sem lagður var á með sérstökum lögum á síðasta þingi? Ég minni á að það 1,5% var ótímabundið í lögunum, þannig að það verður að flytja sérstakt frv. til að fella það niður. Ég spyr: Verður það gert?
    Í öðru lagi: Er það rétt sem ég reifaði í minni fyrri ræðu að ákvæði í 10. gr. um sérstakan fasteignaskatt, að hann skuli vera lagður á fasteignir til skrifstofuhalds, þýði að hann verði lagður á fasteignir og ríkisstofnanir, þannig að það verði farið að leggja á og skattleggja til sveitarfélagsins Reykjavík vegna starfsemi ríkisins á höfuðborgarsvæðinu?
    Í þriðja lagi: Eiga ekki að koma bætur til þeirra sveitarfélaga sem hafa fengið fjórðunginn af landsútsvarinu eða munu missa ef það verður lagt niður?