Skattlagning aflaheimilda

44. fundur
Fimmtudaginn 25. nóvember 1993, kl. 17:13:21 (1923)


[17:13]
     Vilhjálmur Egilsson (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Það sem ég vildi segja um þessa síðustu ræðu hv. þm. Sturlu Böðvarssonar er það að fyrirtækin á Sauðárkróki hafa að sjálfsögðu samið um tonn á móti tonni. En ef viðskiptin með fiskinn væru ekki leyfð mundu togarar Skagfirðinga vera gerðir út á þorsk og þá fengju bátarnir á Snæfellsnesi ekki einu sinni að veiða þann fisk sem þeir eru nú að veiða, tonn á móti tonni.