Skattlagning aflaheimilda

44. fundur
Fimmtudaginn 25. nóvember 1993, kl. 17:56:14 (1929)


[17:56]
     Ólafur Þ. Þórðarson (andsvar) :
    Herra forseti. Ég vil þakka hæstv. umhvrh. fyrir það að taka hér þátt í umræðunni og lýsa stefnu

Alþfl. í þessu máli. Það var skekkja upp á 1% milli hæstv. umhvrh. og þeirra hugmynda sem sjútvrh. hefur í þessum málum. En svo bætti hann við: Hinir ráðherrarnir verða að svara fyrir sig. Þannig er stefna Alþfl.
    Hv. þm. Jóhann Ársælsson getur ekki hælt sér af því frekar en aðrir að hafa einhuga stefnu síns flokks með sér. En það hefur komið aftur á móti í ljós, sem sagt var til forna, að þeir verða illa dauðir sem með orðum eru vegnir. Og hafi hann verið veginn í fyrra, þá er hann lifandi enn. Og ætli hæstv. umhvrh. í framboð á Vesturlandi, eins og altalað er, m.a. vegna rjúpunnar, þá er allt útlit fyrir það að á Snæfellsnesi átti hann sig á því að hann þarf að gera grein fyrir stefnu Alþfl. í sjávarútvegsmálum.