Sjálfbær atvinnuþróun í Mývatnssveit

58. fundur
Þriðjudaginn 14. desember 1993, kl. 14:14:03 (2614)


[14:14]
     Tómas Ingi Olrich :
    Virðulegi forseti. Ég held að það sé rétt að taka það fram í sambandi við þessa till. til þál. að hún

fjallar um úttekt á þróunarforsendum og möguleikum á nýsköpun í atvinnulífi í Mývatnssveit er falli að markmiðum um náttúruvernd á svæðinu. Sá sem hér talar lítur þannig á að hún snerti ekki í sjálfu sér starfsemi Kísilgúrverksmiðjunnar. Alls ekki. Það er mjög mikilvægt að undirstrika þetta. Það er verið að leita eftir þróunarforsendum fyrir nýsköpun, þ.e. ný atvinnutækifæri. Það er gert ráð fyrir því að þau falli að markmiðum um náttúruvernd á svæðinu. Slík stefnumörkun er nauðsynleg á þessu svæði á þeim forsendum sem gerð er grein fyrir í greinargerð með þessari þáltill. En þessi tillaga sem slík snertir ekki að mínu mati það atvinnulíf sem nú er fyrir í héraðinu og hefur ekki áhrif á starfsemi Kísilgúrverksmiðjunnar. Eins og þetta skjal er orðað hér hlýt ég að leggja þennan skilning í það og vildi láta það koma fram við þessa umræðu.