Félagsleg aðstoð

61. fundur
Miðvikudaginn 15. desember 1993, kl. 15:36:58 (2688)


[15:36]
     Frsm. minni hluta heilbr.- og trn. (Finnur Ingólfsson) (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Aðeins út af umræðu um þennan nýja bótaflokk, umönnunarbætur fyrir elli- og örorkulífeyrisþega, þá var það enginn misskilningur hjá hv. 15. þm. Reykv., Kristínu Einarsdóttur, að ég talaði um þetta með þeim hætti að þetta væri einn af þeim möguleikum sem til staðar væru. Mig langar að taka eitt dæmi sem rökstyður að það geti verið mjög nauðsynlegt að þessi heimild sé til staðar, bara það er snýr að foreldrum ungra barna sem eru örorkulífeyrisþegar, þá getur þetta verið afskaplega mikilvægt.
    Megintilgangurinn með þessu er ekki sá að senda fólk út af vinnumarkaði heim. Megintilgangurinn er sá að auka réttinn gagnvart þeim sem nú þegar eru bundnir yfir elli- eða örorkulífeyrisþegum á heimilum. Það er megintilgangurinn með breytingum af okkar hálfu en ég sagði hér í minni ræðu að þessi möguleiki skapaðist einnig og gæti þar af leiðandi sparað bæði í kostnað við rekstur sjúkrastofnana og eins í útgjöldum atvinnuleysistrygginganna.