Tekjustofnar sveitarfélaga

66. fundur
Laugardaginn 18. desember 1993, kl. 02:24:42 (3015)


[02:24]
     Svavar Gestsson (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Er það ekki þannig að verið sé að flytja þá fjármuni sem áður voru teknir í aðstöðugjald yfir í útsvar? Er það ekki þannig? Þar með er auðvitað verið að hækka útsvar á einstaklingum í landinu frá því sem ella hefði verið. Það er alveg ljóst. Hæstv. fjmrh. er því að beita sér fyrir því að fella niður þessa skatta á fyrirtæki með tilteknum hætti og hækka skatta, útsvör, á einstaklingunum, þvert á það sem Sjálfstfl. lofaði fyrir síðustu og næstsíðustu og kosningarnar þar áður.
    Hér er því er enn eitt fyrirheitið svikið af hæstv. forustu Sjálfstfl.