Skattamál

67. fundur
Laugardaginn 18. desember 1993, kl. 10:51:22 (3035)

[10:51]
     Fjármálaráðherra (Friðrik Sophusson) (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Ég skal taka undir það með hv. þm. það eru mismunandi skoðanir á mismunandi málum innan flestra flokkanna. Mér þykir þetta samt athygli vert í þessu máli því það kemur í ljós að hluti Kvennalistans treystir sér til að standa við fyrri samþykktir flokksins en ef skilja má orð varaformanns Framsfl. virðist vera fullur stuðningur meira að segja hjá formanninum. Það var stærsta fréttin í þinginu í gær að formaður flokksins, Steingrímur Hermannsson, styddi flokkinn líka í þessu máli og hefði þá allur þingflokkurinn horfið frá stefnu Framsfl. í virðisaukaskattsmálinu.
    Ég má ekki misnota aðstöðu mína hér hvað þetta snertir í andsvari við allt annan ræðumann en ég vil láta það koma fram að svar hefur borist við fsp. Margrétar Frímannsdóttur. Hún getur upplýst hvað er í því svari en þar er þessum spurningum svarað m.a. Þar kemur einnig fram að breytingar á skattheimtunni núna um áramótin, ef frumvörp ná fram sem ríkisstjórnin ætlar, verða á þann veg að kaupmáttur ráðstöfunartekna mun aukast um u.þ.b. 0,5%.