Ferill 13. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1993. – 1063 ár frá stofnun Alþingis.
117. löggjafarþing. – 13 . mál.


13. Fyrirspurn


til félagsmálaráðherra um verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga.

Frá Margréti Frímannsdóttur.


    Munu þau verkefni, sem ákveðið hefur verið að færa frá ríki til sveitarfélaga í tengslum við tillögur um sameiningu sveitarfélaga, verða færð yfir á sveitarfélögin í óbreyttri mynd ef fyrirliggjandi tillögur um sameiningu sveitarfélaga verða felldar?
    Hver voru útgjöld ríkisins til þessara verkefna á árunum 1990, 1991 og 1992 og fyrstu sex mánuði ársins 1993 skipt niður á einstök verkefni?
    Er áformað að flytja önnur verkefni frá ríki til sveitarfélaga en þau sem nefnd hafa verið í tengslum við tillögur um sameiningu sveitarfélaga? Ef svo er, hver eru þau verkefni og hver voru útgjöld ríkisins til þeirra árin 1990, 1991 og 1992 og fyrstu sex mánuði ársins 1993, skipt niður á einstök verkefni?
    Hvaða tekjustofna munu sveitarfélögin fá til þess að mæta auknum útgjöldum til verkefna sem áformað er að færa frá ríki til sveitarfélaga
         
    
    í tengslum við tillögur um sameiningu sveitarfélaga,
         
    
    til annarra verkefna?
    Munu verkefni Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga breytast ef fyrirliggjandi tillögur um sameiningu sveitarfélaga verða samþykktar?
    Ef svo er, hver verður sú breyting?
    Munu tekjustofnar Jöfnunarsjóðs breytast? Ef svo er, í hverju verður sú breyting fólgin?


Skriflegt svar óskast.