Ferill 22. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1993. – 1063 ár frá stofnun Alþingis.
117. löggjafarþing. – 22 . mál.


22. Fyrirspurn


til fjármálaráðherra um aukatekjur ríkissjóðs og gjaldtöku ríkisstofnana.

Frá Jóhanni Ársælssyni.


    Hvernig miðar endurskoðun á aukatekjum ríkisins og gjaldtöku ríkisstofnana sem Alþingi fól ríkisstjórninni á síðasta þingi?
    Hyggst ráðherra leggja tillögu fyrir yfirstandandi þing um breytingar á lögum um aukatekjur ríkissjóðs og hverjar verða þá helstu breytingar frá núgildandi lögum?
    Hvenær má búast við að þær breytingar sem af endurskoðun á gjaldtöku ríkisstofnana leiðir muni koma til framkvæmda?