Ferill 225. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1993. – 1063 ár frá stofnun Alþingis.
117. löggjafarþing. – 225 . mál.


252. Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um meðferð ríkissaksóknara á málum er varða kynferðisbrot.

Frá Önnu Ólafsdóttur Björnsson.


     Hve mörg mál er varða kynferðisbrot bárust ríkissaksóknara á árunum 1982 1992? Svar óskast sundurliðað eftir árum.
     Hve mörgum þessara mála lauk með dómi og hve mörg þeirra voru felld niður?
     Hvaða ástæður voru tilgreindar ef ríkissaksóknari felldi slík mál niður? Svar óskast sundurliðað eftir helstu ástæðum fyrir niðurfellingu og kæruefnum og nái til áranna 1989, 1990, 1991 og 1992.
     Hverjar voru dómsniðurstöður í þeim málum er lauk með dómi, sbr. 2. lið? Svar óskast sundurliðað eftir helstu kæruefnum og niðurstöðum dóma og taki til áranna 1989, 1990, 1991 og 1992.
     Hve lengi voru mál er varða kynferðisbrot að jafnaði til umfjöllunar hjá ríkissaksóknara árin 1989, 1990, 1991 og 1992?
    Óskað er upplýsinga um öll kynferðisbrot, jafnt utan heimilis sem innan.


Skriflegt svar óskast.


Greinargerð.

    Kynferðisbrot koma til kasta ríkissaksóknara ef Rannsóknarlögregla ríkisins (RLR) sendir kærur um slík brot þangað. Í framhaldi af fyrirspurn um meðferð RLR á málum af þessu tagi er hér beðið um upplýsingar um meðferð mála hjá ríkissaksóknara, úrslit þeirra, dóma og þau tilvik þegar kæra er felld niður.