Ferill 399. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1993–94. – 1063 ár frá stofnun Alþingis.
117. löggjafarþing. – 399 . mál.


601. Fyrirspurn



til landbúnaðarráðherra um bætur vegna samninga um riðuveiki 1980–1985.

Frá Hjörleifi Guttormssyni.



    Getur landbúnaðarráðherra upplýst hvort þeir ábúendur á lögbýlum, sem förguðu sauðfé eða misstu stóran hluta bústofns á árunum 1980–1985 af völdum riðuveiki, hafi sætt öðrum og verri kjörum en síðar varð?
    Um hversu mörg tilvik af slíku tagi er ráðuneytinu kunnugt?
    Er þess að vænta að landbúnaðarráðuneytið styðji einstaka bændur sem kunna að hafa farið illa út úr samningagerð á þessum árum til að ná rétti sínum?