Ferill 439. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1993–94. – 1063 ár frá stofnun Alþingis.
117. löggjafarþing. – 439 . mál.


651. Fyrirspurn



til samgönguráðherra um flugsamgöngur til Vopnafjarðar.

Frá Hjörleifi Guttormssyni.



    Eru uppi áform um það hjá flugmálayfirvöldum að leggja af áætlunarflug til Vopnafjarðar?
    Hver er afstaða samgönguráðherra til þess og til þróunar flugsamgangna á Norðausturlandi?

Greinargerð.


    Þann 25. febrúar 1994 var í DV haft eftir Gunnari Oddi Sigurðssyni, umdæmisstjóra flugmálastjórnar á Norðurlandi, að fyrirhugað sé að leggja niður áætlunarflug til fjögurra flugvalla á Norðausturlandi, þar á meðal til Vopnafjarðar.
    Orðrétt er haft eftir umdæmisstjóranum: „Þessi stefna hefur ekki verið gefin út opinberlega en ég held að það sé ekkert leyndarmál að þetta er það sem verður.“


Skriflegt svar óskast.