Ferill 503. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1993–94. – 1063 ár frá stofnun Alþingis.
117. löggjafarþing. – 503 . mál.


776. Fyrirspurn



til landbúnaðarráðherra um innflutning og nýtingu erlendra kartaflna í íslenskri framleiðslu.

Frá Inga Birni Albertssyni.



    Hefur Þykkvabæjarverksmiðjan notað erlendar kartöflur við gerð franskra kartaflna (og snakks)? Ef svo er, í hve miklum mæli?
    Hver er hlutdeild erlendra kartaflna í framleiðslu Þykkvabæjarverksmiðjunnar á frönskum kartöflum (og snakki)?
    Er greitt verðjöfnunargjald af kartöflunum? Ef svo er, hversu hátt hefur gjaldið verið á tímabilinu 1988–1994?
    Frá hvaða landi eða löndum koma kartöflurnar?


Skriflegt svar óskast.