Ferill 593. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1993–94. – 1063 ár frá stofnun Alþingis.
117. löggjafarþing. – 593 . mál.


947. Fyrirspurn



til iðnaðar- og viðskiptaráðherra um framlög Iðnlánasjóðs.

Frá Guðna Ágústssyni.



    Til hverra ráðstafaði Iðnlánasjóður af tekjum sínum af iðlánasjóðsgjaldi 1992, til hvers voru framlögin ætluð og hve mikið fengu þeir hver um sig?
    Óskað er eftir samsvarandi upplýsingum fyrir árin 1990 og 1991, sem og síðasta ár, 1993.

Greinargerð.


    Í ársreikningi Iðnlánasjóðs 1992 kemur fram að tekjur hans af iðnlánasjóðsgjaldi, sbr. lög nr. 76/1987, námu 147,8 millj. kr. Af þessari upphæð ráðstafaði sjóðurinn 106,6 millj. kr. í framlög. Óskað er eftir upplýsingum um þessi framlög.


Skriflegt svar óskast.