Ferill 294. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.1993–94. – 1063 ár frá stofnun Alþingis.
117. löggjafarþing. – 294 . mál.


1004. Breytingartillögurvið frv. til l. um breyt. á l. nr. 65/1982, um skattskyldu innlánsstofnana, með síðari breytingum.

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.    Við bætist ný grein, er verði 1. gr., svohljóðandi:
                  Eftirfarandi breytingar verða á 1. gr. laganna:
         
    
    Í stað orðanna „Viðskiptabankar, sparisjóðir, veðdeildir við innlánsstofnanir og opinberir fjárfestingarlánasjóðir“ í 1. mgr. kemur: Lánastofnanir aðrar en eignarleigufyrirtæki.
         
    
    2. mgr. fellur brott.
    Við 1. gr. (er verði 2. gr.).
         
    
    1. málsl. 2. efnismgr. orðist svo: Frá tekjum aðila sem skattskyldir eru samkvæmt lögum þessum má draga þau almennu og sérstöku framlög í afskriftareikning útlána sem gjaldfærð eru í rekstrarreikningi í samræmi við gildandi reglur um ársreikning þessara aðila.
         
    
    4. efnismgr. falli brott.
    Við bætist ný grein, er verði 4. gr., svohljóðandi:
                  Heiti laganna verður: Lög um skattskyldu lánastofnana.
    Við 3. gr. (er verði 5. gr.). Greinin orðist svo:
                  Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 1995 og koma til framkvæmda við álagningu tekjuskatts og eignarskatts á árinu 1996 vegna tekjuársins 1995.