Ferill 551. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.1993–94. – 1063 ár frá stofnun Alþingis.
117. löggjafarþing. – 551 . mál.


1085. Nefndarálitum frv. til l. um breyt. á l. nr. 83/1993, um viðurkenningu á menntun og prófskírteinum.

Frá meiri hluta menntamálanefndar.    Nefndin hefur fjallað um málið sem varðar breytingu á lögum nr. 83/1993 sem sett voru á 116. löggjafarþingi eftir ítarlega umfjöllun í menntamálanefnd. Nefndin lagði þá til breytingu á framlögðu frumvarpi sem fól í sér að lögin tækju einungis til tilskipunar 89/48/EBE sem varðar almennar reglur um viðurkenningu menntunar og starfsréttinda að lokinni þriggja ára sérfræðimenntun og starfsþjálfun á æðra skólastigi. Í frumvarpi þessu er lagt til að lög nr. 83/1993 taki einnig til tilskipunar 92/51/EBE sem felur í sér reglur um viðurkenningu á starfsmenntun sem krefst starfsþjálfunar og menntunar á framhaldsskólastigi eða háskólastigi og tekur skemmri tíma en þrjú ár. Tilskipanirnar taka einungis til starfsmenntunar sem hlotið hefur löggildingu, leyfi eða aðra jafnsetta viðurkenningu.
    Nefndin fékk á sinn fund við umfjöllun um málið Hörð Lárusson, deildarstjóra í menntamálaráðuneyti, og Benedikt Valsson, framkvæmdastjóra Farmanna- og fiskimannasambands Íslands.
    Meiri hluti nefndarinnar leggur til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.
    Björn Bjarnason og Ólafur Þ. Þórðarson voru fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 26. apríl 1994.Sigríður A. Þórðardóttir,

Valgerður Sverrisdóttir.

Árni Johnsen.


form., frsm.Petrína Baldursdóttir.

Tómas Ingi Olrich.