Ferill 293. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.1993–94. – 1063 ár frá stofnun Alþingis.
117. löggjafarþing. – 293 . mál.


1128. Nefndarálitum frv. til l. um alferðir.

Frá samgöngunefnd.    Nefndin hefur fjallað um frumvarpið sem mælir fyrir um setningu lagareglna um neytendavernd í ferðaþjónustu. Frumvarpið er meðal þeirra mála sem Íslendingar hafa með aðild að EES-samningnum skuldbundið sig til að festa í íslensk lög. Á fund nefndarinnar komu Jón Birgir Jónsson ráðuneytisstjóri og Ragnhildur Hjaltadóttir, skrifstofustjóri í samgönguráðuneyti, sem og Birgir Þorgilsson, formaður ferðamálaráðs. Þá bárust nefndinni umsagnir frá Félagi íslenskra ferðaskrifstofa, ferðamálaráði Íslands, Flugleiðum og Neytendasamtökunum.
    Nefndin telur eðlilegt að hérlendis gildi sams konar reglur um neytendavernd í ferðaþjónustu og í þeim löndum Evrópu sem Íslendingar sækja mest til. Nefndin leggur því til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.
    Fjarverandi við afgreiðslu málsins var Jóna Valgerður Kristjánsdóttir.

Alþingi, 29. apríl 1994.Pálmi Jónsson,

Petrína Baldursdóttir.

Stefán Guðmundsson,


form., frsm.

með fyrirvara.Árni Johnsen.

Egill Jónsson.

Guðni Ágústsson,


með fyrirvara.Jóhann Ársælsson,

Sturla Böðvarsson.


með fyrirvara.