Ferill 566. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1993–94. – 1063 ár frá stofnun Alþingis.
117. löggjafarþing. – 566 . mál.


1160. Nefndar

álit

um frv. til l. um breyt. á l. um birtingu laga og stjórnvaldaerinda, nr. 64 16. desember 1943.

Frá allsherjarnefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fékk á fund sinn til viðræðna Ara Edwald, aðstoðarmann dómsmálaráðherra.
    Frumvarpinu er ætlað að gera opinberum stjórnvöldum og stofnunum, öðrum en ráðuneytum, sem er falið með lögum að gefa út reglur um tiltekin málefni, mögulegt að birta þær reglur í B-deild Stjórnartíðinda.
    Í umræðum í nefndinni var sérstaklega rætt um hvort rétt væri að birta þær reglur, sem frumvarpið tekur til, í sérstakri deild Stjórnartíðinda. Nefndin lítur svo á að hér sé um athyglisverða hugmynd að ræða sem rétt sé taka til nánari athugunar. Samkvæmt upplýsingum, sem fengust frá dómsmálaráðuneytinu, liggur fyrir að á næstunni þurfi að fara fram endurskipulagning á birtingu í Stjórnartíðindum og Lögbirtingablaði. Mundi þá deildum væntanlega fjölga um fleiri en eina, m.a. vegna þess að atriði eins og gjaldskrár yrðu tekin saman í eina deild, og eins hafa ýmsar reglur, sem tengjast stjórn fiskveiða, valdið ákveðnum vandamálum við hefðbundna reglugerðarútgáfu. Að teknu tilliti til framangreindra upplýsinga telur nefndin rétt að afgreiða frumvarpið eins og það liggur fyrir en hugmyndir um stofnun nýrrar deildar verði athugaðar við umfangsmeiri endurskoðun Stjórnartíðinda.
    Jón Helgason og Ólafur Þ. Þórðarson voru fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 29. apríl 1994.



Sólveig Pétursdóttir,

Gísli S. Einarsson.

Tómas Ingi Olrich.


form., frsm.



Ey. Kon. Jónsson.

Ingi Björn Albertsson.

Kristinn H. Gunnarsson.



Anna Ólafsdóttir Björnsson,


með fyrirvara.