Ferill 377. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.1993–94. – 1063 ár frá stofnun Alþingis.
117. löggjafarþing. – 377 . mál.


1179. Breytingartillögurvið frv. til l. um umboðsmann barna.

Frá allsherjarnefnd.    Við 1. gr. 1. mgr. orðist svo:
                  Stofna skal embætti umboðsmanns barna sem hafi það hlutverk að bæta hag barna og standa vörð um hagsmuni, þarfir og réttindi þeirra samkvæmt því sem nánar segir í lögum þessum.
    Við 2. gr.
         
    
    Við 1. mgr. bætist nýr málsliður sem orðist svo: Skipa má umboðsmanninn að nýju til fimm ára án auglýsingar en eigi oftar nema sérstaklega standi á.
         
    
    Orðin „og vera eldri en 30 ára“ í 1. málsl. 2. mgr. falli brott.
         
    
    Í stað orðsins „lögum“ í 2. málsl. 2. mgr. komi: lögfræði.
         
    
    Við 3. mgr. bætist: eða takast á hendur verkefni sem eigi samrýmast starfi hans.
    Við 3. gr.
         
    
    1. málsl. 1. mgr. orðist svo: Umboðsmaður barna skal vinna að því að stjórnvöld, einstaklingar, félög og önnur samtök einstaklinga og fyrirsvarsmenn lögpersóna taki fullt tillit til réttinda, þarfa og hagsmuna barna.    
         
    
    C-liður 2. mgr. orðist svo: stuðla að því að virtir verði þjóðréttarsamningar sem varða réttindi og velferð barna og fullgiltir hafa verið af Íslands hálfu og enn fremur benda á að samningar um þetta efni verði fullgiltir.
         
    
    D-liður 2. mgr. orðist svo: bregðast við með tiltækum úrræðum telji hann að aðilar þeir, er greinir í upphafi 1. mgr., hafi með athöfnum sínum eða athafnaleysi brotið gegn réttindum, þörfum og hagsmunum barna í samfélaginu.
         
    
    Á eftir d-lið 2. mgr. komi nýr stafliður sem orðist svo: stuðla að því að kynna fyrir almenningi löggjöf og aðrar réttarreglur er varða börn og ungmenni og beita sér fyrir því að gerðar verði rannsóknir á þessu sviði.
    Við 4. gr. Á undan orðinu „ábendingum“ í lok 1. málsl. 2. mgr. komi: rökstuddum.
    Við 5. gr.
         
    
    Í stað orðsins „Stjórnsýsluhöfum“ í upphafi 1. mgr. komi: Stjórnvöldum.
         
    
    Við 1. mgr. bætist nýr málsliður sem orðist svo: Umboðsmaður getur ekki krafist upplýsinga sem varða öryggi ríkisins inn á við eða út á við eða utanríkismál er leynt skulu fara nema með leyfi ráðherra þess sem í hlut á.
         
    
    Á eftir orðunum „félögum eða“ í 2. mgr. komi: öðrum.
         
    
    Í stað orðsins „atbeina“ í 1. málsl. 3. mgr. komi: úrlausnar.
         
    
    Í stað „reglum einkamálalaga“ í lok 3. mgr. komi: lögum um meðferð einkamála.
    Við 8. gr. Við 2. mgr. bætist: að fengnum tillögum umboðsmanns.