Ferill 478. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1993–94. – 1063 ár frá stofnun Alþingis.
117. löggjafarþing. – 478 . mál.


1218. Breytingartillögur



við frv. til l. um breyt. á þjóðminjalögum, nr. 88/1989, sbr. lög nr. 43/1991.

Frá meiri hluta menntamálanefndar (SAÞ, VS, ÁJ, SvG, PBald, ÓÞÞ, BBj, TIO).



    Við 1. gr. Í stað orðanna „Bandalag kennarafélaga einn“ í 2. efnismgr. komi: Hið íslenska kennarafélag og Kennarasamband Íslands einn sameiginlega.
    Við 2. gr. Í stað 2. og 3. málsl. komi þrír nýir málsliðir, svohljóðandi: Menntamálaráðherra skipar fornleifanefnd til fjögurra ára í senn. Háskóli Íslands og Félag íslenskra fornleifafræðinga tilnefna einn fulltrúa hvor og skulu þeir hafa háskólapróf í fornleifafræði sem aðalgrein. Þjóðminjaráð tilnefnir einn fulltrúa.
    Við 4. gr. Fyrri málsliður 3. efnismgr. orðist svo: Um deildaskiptingu safnsins skal mælt fyrir í reglugerð að fengnum tillögum þjóðminjaráðs.