Hermann Níelsson fyrir GunnS, Guðný Guðbjörnsdóttir fyrir KÁ

77. fundur
Fimmtudaginn 26. janúar 1995, kl. 10:35:44 (3520)


     Forseti (Valgerður Sverrisdóttir ):
    Borist hefur svohljóðandi bréf, dags. 24. jan. 1995:
    ,,Þar sem Gunnlaugur Stefánsson, 5. þm. Austurl., getur ekki vegna sérstakra anna sótt þingfundi næstu tvær vikur leyfi ég mér með tilvísun til 2. mgr. 53. gr. laga um þingsköp Alþingis, samkvæmt beiðni hans, að óska þess að 1. varaþingmaður Alþfl. í Austurlandskjördæmi, Hermann Níelsson íþróttakennari, Egilsstöðum, taki sæti á Alþingi í fjarveru hans.
    Þetta er yður hér með tilkynnt, virðulegi forseti.
Sigbjörn Gunnarsson,

formaður þingflokks Alþýðuflokksins.``


    Hermann Níelsson hefur áður tekið sæti á Alþingi og er hann boðinn velkominn til starfa.

    Þá hefur borist annað bréf, dags. 24. jan. 1995:
    ,,Þar sem ég er á förum til útlanda í opinberum erindum og get því ekki sótt þingfundi næstu tvær vikur leyfi ég mér með tilvísun til 2. mgr. 53. gr. laga um þingsköp Alþingis að óska þess að 1. varaþingmaður Samtaka um kvennalista í Reykjavík, Guðný Guðbjörnsdóttir uppeldisfræðingur, taki sæti á Alþingi í fjarveru minni.
    Þetta er yður hér með tilkynnt, virðulegi forseti.
Kristín Ástgeirsdóttir, 15. þm. Reykv.``


    Guðný Guðbjörnsdóttir hefur áður tekið sæti á Alþingi og er boðin velkomin til starfa.
    Með réttu hefði átt að lesa þessi bréf í gær en af ástæðum sem öllum hv. þm. eru skiljanlegar þá var það ekki gert fyrr en í dag.