Vegáætlun 1995--1998

77. fundur
Fimmtudaginn 26. janúar 1995, kl. 17:48:06 (3618)


[17:48]
     Stefán Guðmundsson (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Ég vil bara svara fyrra svari ráðherrans um að samgn. væri ekki að tefja málið. Ég segi bara batnandi manni er best að lifa, hæstv. ráðherra. Hitt svarið heyrði ég alls ekki. ( Samgrh.: Ég sagði að höfðatölureglan yrði lögð til grundvallar.)

    Hér er gefin náttúrlega stórmerkileg yfirlýsing. Hér er gefin stórmerkileg yfirlýsing ef hæstv. ráðherra segir hér nú úr sæti sínu að það eigi að breyta almennt skiptireglu sem hefur gilt í mörg ár og tekist hefur góð sátt um milli þingmanna, að nú eigi að breyta þeirri skiptireglu og taka upp almenna höfðatölureglu í skiptum fjármagns til vegagerðar. Hér er gefin merkileg yfirlýsing og ég held, hæstv. ráðherra, að þetta mál hljóti að verða það sem verður fyrst á dagskrá samgn. í fyrramálið.