Kísilgúrverksmiðja við Mývatn

81. fundur
Þriðjudaginn 31. janúar 1995, kl. 14:37:53 (3676)


[14:37]
     Iðnaðarráðherra (Sighvatur Björgvinsson) :
    Virðulegi forseti. Aðeins örfá orð. Ég ætla að þakka þeim hv. þingmönnum sem tekið hafa til máls fyrir stuðning við þetta frv. Ég mun taka ábendingar þeirra til athugunar. Hins vegar bendi ég á út af orðum hv. 6. þm. Vestf., að sjóðstjórn sú sem mér ber að skipa samkvæmt frv. ef að lögum verður er skipuð samkvæmt tilnefningu heimaaðila að þeim eina undanteknum sem iðnrh. skipar. Ég get því að sjálfsögðu ekki neitað að taka við tilnefningum heimamanna þó að þær séu ekki í fullu samræmi við þá ósk að skipting kynja verði sem jöfnust í stjórninni.