Refsiákvæði nokkurra skattalaga

89. fundur
Miðvikudaginn 08. febrúar 1995, kl. 13:53:57 (4059)

[13:53]

     Svavar Gestsson :
    Virðulegi forseti. Ég tel að það sé sjálfsagður hlutur, þrátt fyrir þau vinnubrögð sem stjórnarliðið hefur innleitt hér í dag og í gær, að styðja það að þetta mál fari til 2. umr. en ég tel óhjákvæmilegt að láta það koma fram að ég tel rétt að málið fái þinglega meðferð. Hef ég þar með sömu afstöðu í þessu máli og því máli sem fjallað var um hér í gær. Ég tel engu að síður nauðsynlegt að það komi fram hver mín afstaða er a.m.k. þannig að hafa megi hana til hliðsjónar þegar menn meta afstöðu og vinnubrögð stjórnarliðsins og þá sérstaklega Alþfl. og meiri hlutans í allshn. Ég styð það með öðrum orðum að málið fái þinglega meðferð.