Samþykktir Sambands húsnæðisnefnda

92. fundur
Mánudaginn 13. febrúar 1995, kl. 17:04:44 (4196)


[17:04]
     Jóna Valgerður Kristjánsdóttir :
    Virðulegi forseti. Ég þakka hv. fyrirspyrjanda fyrir að hreyfa þessu máli vegna þess að það er mjög nauðsynlegt að það komist á dagskrá, hvort hægt sé að finna einhverjar leiðir til þess að aðstoða það fóllk sem gjarnan vill og þarf að búa í félagslegu húsnæði en sér sér ekki mögulegt að gera það vegna þess að kostnaður er svo mikill.
    Hæstv. félmrh. kynnti frv. sem tekur á ýmsum af þessum málum og segir að það muni koma fram í lok vikunnar. Ég minnist þess þó ekki að það hafi verið á þeirri dagskrá sem við þingflokksformenn fengum í hendur um dagskrá fyrir vikuna, að það ætti neins staðar að vera þar inni. Ég vildi spyrja hann að

því hvort það hefur þá gleymst að koma því þar á framfæri. Að öðru leyti tel ég að frv. komi það seint fram að ég sé nú ekki fram á að hægt verði að ljúka afgreiðslu þess á þessu þingi eða gerir hæstv. ráðherra ráð fyrir því að það gangi?