Náttúruvernd

94. fundur
Þriðjudaginn 14. febrúar 1995, kl. 13:58:50 (4257)




     Forseti (Salome Þorkelsdóttir) :
    Forseti vill vísa á bug þessum hugrenningum hv. þm. Það hefur ekkert með útsendingar sjónvarps eða útvarps frá Alþingi að gera hvernig málum er raðað hér á dagskrá. Forseti hefur nú þegar skýrt ástæðuna fyrir því hvers vegna málum er raðað á dagskrá eins og raun ber vitni. Það hefur verið staðfest af hv. 3. þm. Norðurl. e. að það var gert ráð fyrir því strax í gær þegar skipulag vikunnar var sett fram að þetta mál yrði fyrst á dagskránni í dag, ( ÓRG: Forsenda þeirrar ákvörðunar brást, forseti.) sem og hefur orðið og það er engin önnur skýring á þessu.