Náttúruvernd

94. fundur
Miðvikudaginn 15. febrúar 1995, kl. 01:27:35 (4305)

     Forseti (Gunnlaugur Stefánsson) :
    Forseti hefur margsagt frá því að það eru margir hv. þm. á mælendaskrá og forseti vill leggja sig fram um að gefa þessu máli góðan tíma og því er hann reiðubúinn til að sitja hér áfram svo hv. þm. geti haldið áfram að flytja sínar ræður um þetta mál. Það er ekkert að vanbúnaði að halda umræðunum áfram. Ef hv. þm. eigi að síður hafa gott og mikið þrek að geta haldið áfram umræðum um form fundarins þá er forseti þingsins líka reiðubúinn að sitja undir þeim umræðum og hlusta á ræður og athugasemdir um sína fundarstjórn og er reiðubúinn til að fjalla um það fram eftir nóttu ef verða vill. ( SJS: Nema hvað.) ( KE: Til hvers?)