Skýrsla umboðsmanns Alþingis

95. fundur
Miðvikudaginn 15. febrúar 1995, kl. 18:32:57 (4380)


[18:32]
     Árni M. Mathiesen (andsvar) :
    Hæstv. forseti. Af orðum hæstv. utanrrh. dreg ég þrjár ályktanir. Sú fyrsta er að það hafi verið mistök af hálfu utanrrn. þegar það svaraði umboðsmanni Alþingis, að geta ekki um grundvöll ákvörðunarinnar sem ráðherrann gerði síðan grein fyrir hér í ræðustól á Alþingi. Önnur er sú að við eigum ekki von á því að hæstv. utanrrh. taki svipaðar ákvarðanir og hann tók í hinu svokallaða Suðurvirkismáli og sú þriðja er varðandi það er hann ræddi meiðandi ummæli um einstaklinga, að hann telji það meiðandi að vera talinn alþýðuflokksmaður.