Grunnskóli

96. fundur
Fimmtudaginn 16. febrúar 1995, kl. 18:25:11 (4420)



[18:25]
     Frsm. 2. minni hluta menntmn. (Valgerður Sverrisdóttir) (andsvar) :
    Hæstv. forseti. Ég er alveg hissa á hv. þm. sem fyrrverandi sveitarstjórnarmanni að hann skuli ekki gera neitt með vilja Sambands ísl. sveitarfélaga í þessum efnum. ( StB: Viljinn hefur komið fram.) Vilji Sambands ísl. sveitarfélaga er sá að það verði beðið með afgreiðslu málsins. (Gripið fram í.) Ég get sagt hv. þm. að formaður sambandsins sagði á fundi hjá hv. menntmn. að hann hefði engar áhyggjur af því að málið tefðist um of þó að frv. yrði ekki samþykkt núna sem lög. Svo vil ég segja það að ég skil hv. þm. svo að vegna þess að ég er í grundvallaratriðum samþykk því að grunnskólinn flytjist til sveitarfélaganna þá sé mér ekki heimilt að bera fram fyrirspurnir um þetta mál hér á hv. Alþingi.