Framkvæmdir sveitarfélaga í fráveitumálum

101. fundur
Miðvikudaginn 22. febrúar 1995, kl. 00:21:56 (4682)


[00:21]
     Jóhann Ársælsson (andsvar) :
    Hæstv. forseti. Málið snýr einfaldlega ekki þannig og hæstv. ráðherra er búinn að gleyma því sem hann sagði fyrir augnabliki, að þær framkvæmdir sem yrðu unnar á þessu ári verða hvort sem er ekkert borgaðar fyrr en á næsta ári úr ríkissjóði. Það var það sem ég var að segja hvort hann treysti því að sveitarfélögin mundu vilja vinna verkefni með von um að fá peninga á næsta ári eins og gert er ráð fyrir í frv. Ég tel ekkert útilokað í því en það er miður ef ekki tekst að koma þessum málum á og eitt árið enn tapast.
    Það vil ég endurtaka að lokum, hæstv. forseti, að umhvrn. á að vera sá aðili sem ýtir á eftir sveitarfélögunum að vinna þau verkefni sem hér er um að ræða og það hefur umhvrn. ekki gert. ( Umhvrh.: Þekkir ekki þingmaðurinn lög um verkefni sveitarfélaga?)