Stjórnarskipunarlög

104. fundur
Fimmtudaginn 23. febrúar 1995, kl. 14:37:09 (4801)


[14:37]
     Sjávarútvegsráðherra (Þorsteinn Pálsson) (andsvar) :
    Frú forseti. Þó sú ákvörðun yrði tekin að festa í stjórnarskrá ákvæði af þessu tagi og það mundi alveg ótvírætt styrkja núv. fiskveiðistjórnunarlöggjöf, þá lít ég ekki svo á að hún sé þar með óumbreytanleg nema með því að breyta henni í samræmi við þá háttu sem við höfum á þegar við breytum stjórnarskrá. Auðvitað er hægt að breyta þeirri löggjöf og laga hana að nýjum aðstæðum á hverjum tíma og ég tek undir það með hv. 1. þm. Austurl. að það er nauðsynlegt að geta gert það. En hitt er líka kostur að koma inn stjórnarskrárákvæði sem eyðir óvissu um þessa löggjöf og festir hana í sessi.