Vísitala neysluverðs

104. fundur
Föstudaginn 24. febrúar 1995, kl. 02:00:39 (4898)


[02:00]
     Forsætisráðherra (Davíð Oddsson) (andsvar) :
    Hæstv. forseti. Það er misskilningur að það hafi staðið til að afnema lánskjaravísitöluna í áföngum. Það hafði ekki staðið til fyrr en hún er afnumin með þessum hætti nú. Það sem um var að ræða var það að menn voru að lengja þann tíma sem skilyrtur var til þess að lán yrðu í framtíðinni bundin slíkri vísitölu. En það voru engar ráðagerðir uppi um að afnema hana enda bindingar vísitölunnar mjög víðtækar. En nú er sem sagt lánskjaravísitalan í hinum gamla stíl afnumin og tekin upp vísitala sem hefur alþjóðlegan grundvöll og er alþjóðlega þekkt. Það er kannski meginávinningurinn við þessa breytingu.