Grunnskóli

105. fundur
Föstudaginn 24. febrúar 1995, kl. 11:47:36 (4934)


[11:47]
     Páll Pétursson (andsvar) :
    Herra forseti. Það hefur margt gerst síðan ég flutti þessa ræðu sem hæstv. ráðherra vitnaði í og mér þótti skynsamleg á þeim tíma. Það er búið að klúðra þessu máli í margar vikur síðan og þingleg meðferð þess hefur verið með þeim hætti og ýmislegt gerst í þjóðfélaginu sem ógildir þá hugmynd mína sem ég lét þarna í ljósi.