Grunnskóli

105. fundur
Föstudaginn 24. febrúar 1995, kl. 12:41:03 (4956)


[12:41]
     Frsm. 1. minni hluta menntmn. (Kristín Ástgeirsdóttir) (andsvar) :
    Hæstv. forseti. Ég held að við ættum að tala varlega úr þessum ræðustól þegar kjarasamningar eru á jafnviðkvæmu stigi og þeir eru og við ættum ekki að vera að kynda undir frekari deilum um þetta mál. Mergurinn málsins er þessi: Það verður að nást samkomulag um það hvernig á málum verði haldið og það gengur ekki að ætla að þvinga þetta mál í gegn. Þetta er ég búin að segja margsinnis. Menn verða einfaldlega að læra af reynslunni og þetta er enn eitt dæmið um samskipti ríkisvaldsins við sína starfsmenn sem við höfum því miður allt of mörg og vond dæmi um. Þessu verður að linna og menn verða að komast inn á þá braut að vinna málin í sátt, hvort sem þar er um að ræða skólakerfið eða heilbrigðiskerfið.