Leigubifreiðar

106. fundur
Föstudaginn 24. febrúar 1995, kl. 22:33:15 (5030)


[22:33]
     Kristín Einarsdóttir (andsvar) :
    Herra forseti. Ég vil taka það fram að ég er ekki að segja það að ég telji endilega að ég mundi vilja velja yngri bílstjóra til að keyra mig um bæinn því það gæti verið mikið verra en endilega að velja þá eldri. Ég er bara að tala um að almennt færð þú ekki að velja. Það er það sem ég er að tala um í þessu tilviki. En ég er ekki síður að tala um þetta út frá almennum sjónarmiðum. Ég er fylgjandi því að starfslok geti verið sveigjanleg. Ég vil að fólk geti líka hætt fyrr. Það eru mjög margir sem gjarnan vilja það. En ég er að tala um að það er svolítið sérkennilegt að taka það upp í einu máli en hafa ekki almenna stefnu í þessum málum. Það er það sem ég geri athugasemd við t.d. í þessu tilviki, ekki það að ég geti ekki verið fylgjandi því að starfslok geti verið sveigjanleg. Það ætti að taka það upp víðar. En það er dálítið sérkennilegt að byrja einmitt á þessu. Það er fyrst og fremst það sem ég geri athugasemd við.