Tjáningarfrelsi

107. fundur
Laugardaginn 25. febrúar 1995, kl. 14:49:12 (5156)


[14:49]
     Frsm. allshn. (Björn Bjarnason) :
    Hæstv. forseti. Álit nefndarinnar liggur fyrir á þskj. 871.

    Nefndin fjallaði um málið og er sammála um að verði frumvarp til stjórnarskipunarlaga um breyting á stjórnarskrá lýðveldisins Íslands, nr. 33/1944, með síðari breytingum, 297. mál, samþykkt sem breyting á stjórnarskránni sé eðlilegt að ríkisstjórnin láti semja nýja löggjöf um tjáningarfrelsi á grundvelli ákvæða hinnar nýju stjórnarskrár. Með vísan til þessa er lagt til að tillögunni verði vísað til ríkisstjórnarinnar og er nefndin sammála þessari niðurstöðu.