Stefnuræða forsætisráðherra og umræða um hana (útvarpsumr.)

2. fundur
Þriðjudaginn 04. október 1994, kl. 20:31:21 (17)


[20:31]
     Forseti (Salome Þorkelsdóttir) :
    Umræðurnar skiptast í tvær umferðir. Í fyrri umferð hefur forsrh. til umráða allt að hálfri klukkustund en fulltrúar annarra þingflokka 20 mínútur hver. Í síðari umferð hefur hver flokkur 10 mínútur til umráða. Jóhanna Sigurðardóttir, 12. þm. Reykv., utan flokka, talar síðust í fyrri umferð og hefur 15 mínútur til umráða. Röð flokkanna verður þessi í báðum umferðum: Sjálfstfl., Framsfl., Alþfl., Alþb. og Samtök um kvennalista.
    Ræðumenn verða: Fyrir Sjálfstfl. Davíð Oddsson forsrh. í fyrri umferð og Ólafur G. Einarsson menntmrh. í síðari umferð. Af hálfu Framsfl. tala Halldór Ásgrímsson, 1. þm. Austurl., og Páll Pétursson, 1. þm. Norðurl. v., í fyrri umferð en Ingibjörg Pálmadóttir, 2. þm. Vesturl., í síðari umferð. Ræðumenn Alþfl. verða Sighvatur Björgvinsson viðskrh. og Rannveig Guðmundsdóttir, 4. þm. Reykn., í fyrri umferð, en Össur Skarphéðinsson umhvrh. í þeirri síðari. Fyrir Alþb. tala Ólafur Ragnar Grímsson, 8. þm. Reykn., og Kristinn H. Gunnarsson, 5. þm. Vestf., í fyrri umferð, en Steingrímur J. Sigfússon, 4. þm. Norðurl. e., í síðari umferð. Af hálfu Samtaka um kvennalista tala Guðrún J. Halldórsdóttir, 18. þm. Reykv., og Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, 6. þm. Vestf., í fyrri umferð, en Kristín Einarsdóttir, 10. þm. Reykv., í þeirri síðari.