Fjárlög 1995

6. fundur
Þriðjudaginn 11. október 1994, kl. 20:40:36 (244)

     Forseti (Valgerður Sverrisdóttir) :
    Hæstv. heilbr.- og trmrh. er staddur erlendis þannig að hann mun ekki geta mætt hér á fundinn. ( Umhvrh.: Hann kemur víst til landsins í kvöld.) ( Gripið fram í: Frestum þessu þá til morguns.) Hæstv. umhvrh. gegnir sennilega fyrir hann og mun þá svara spurningum. Er ekki svo? ( Gripið fram í: Hann veit ekkert um þetta.)
    Forseti vill eindregið óska eftir því við hv. þm. að þeir fari ekki langt út fyrir það að ræða um fundarstjórn forseta undir þessum lið.