Lyfjalög

8. fundur
Fimmtudaginn 13. október 1994, kl. 11:18:42 (353)



[11:18]
     Flm. (Ingibjörg Pálmadóttir) (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Það hefur skýrst í umræðunni að við erum sammála um grundvallaratriðin og það skiptir miklu máli. Það kom fram í máli hv. þm. Sturlu Böðvarssonar að þingmaður sá sem hér stendur hefði átt að hafa samráð við hæstv. heilbrrh. og jafnvel Sjálfstfl. Þetta er hlægilegt. Ég veit ekki betur en að sú sem hér stendur hafi reynt að hafa samráð bæði við sjálfstæðismenn og alþýðuflokksmenn um þetta mál, um lyfjalögin í heild sinni þegar þau voru afgreidd úr þinginu. En ekki nokkur hv. þm. hafði minnsta áhuga á að skoða málið og ekki einn einasti þingmaður Sjálfstfl. nema hv. þm. Pálmi Jónsson, hv. 2. þm. Norðurl. v., sem kvaddi sér hljóðs í lokaumræðu um þetta mál þó að umræða stæði yfir í marga daga. Svo er hv. þm. að tala um samráð. Samráð við hvern? En ég fagna því að það hafa orðið sinnaskipti og menn vaknað til vitundar um að þeir hafa samþykkt frv. sem var tóm vitleysa. Við sem greiddum atkvæði gegn því en hv. þingmaður Sturla Böðvarsson var meðal þeirra sem voru ekki tilbúnir í það samráð sem við buðum um það að frv. væri sent til hæstv. ríkisstjórnar til endurskoðunar áður en það kæmi til afgreiðslu þingsins. Og svo eru menn að tala um samráð.