Tilkynning um dagskrá

16. fundur
Fimmtudaginn 20. október 1994, kl. 10:51:22 (606)


     Forseti (Guðrún Helgadóttir) :
    Hæstv. viðskrh. hefur óskað eftir að fá að tala fyrir þrem málum í einu. Það er í fyrsta lagi 3. mál, Hlutafélög, einnig 4. dagskrármál, Einkahlutafélög, stjfrv., 97. mál, þskj. 100, og í þriðja lagi 5. dagskrármál, Evrópsk fjárhagsleg hagsmunafélög, stjfrv., 98. mál, þskj. 101.
    Samkvæmt 3. mgr. 63. gr. þingskapa getur forseti heimilað, ef ósk berst um það frá flm. og enginn þingmaður andmælir því, að talað sé fyrir fleiri en einu máli í einu ef um skyld efni er að ræða. Forseti hefur ákveðið verði því ekki mótmælt að svo skuli fara nú. --- Ég spyr hvort hv. þm. hafi athugasemd við þessa afgreiðslu? Hv. 6. þm. Norðurl. e. vill gera athugasemd við fundarstjórn forseta.