Ríkisreikningur 1991

18. fundur
Þriðjudaginn 25. október 1994, kl. 21:44:21 (756)

[21:44]
     Fjármálaráðherra (Friðrik Sophusson) (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Það er eðlilegt að spurt sé um niðurstöður af starfi nefndar sem starfar að ríkisreikningum og breytingum á ríkisreikningi, svokallaðri ríkisreikninganefnd. Ég get sagt frá því að síðustu fregnir herma að verið sé að lesa próförk nefndarálitsins og hef ég það eftir formönnum nefndarinnar þannig að ég á von á því að álitið geti legið fyrir á næstu dögum og ég tel eðlilegt að ég komi þeim skilaboðum til skila til formanns nefndarinnar að nefndin eða fulltrúar hennar geri hv. fjárln. grein fyrir starfinu og niðurstöðunum um leið og þær eru tilbúnar.