Samkomulag þingflokksformanna um mál á dagskrá

19. fundur
Miðvikudaginn 26. október 1994, kl. 13:48:30 (789)

[13:48]
     Jón Kristjánsson :
    Virðulegi forseti. Ég skal vera stuttorður. Ég vil bara að það komi fram af því að mér láðist að geta þess áðan að auðvitað á maður að bera það traust til forseta þingsins eftir að fundur hefur verið haldinn að það sé farið eftir þeirri samþykkt sem þar er gerð og við þurfum ekki að vera að skiptast á skoðunum á göngum hér um hvað það fjallar. Hæstv. forseti þingsins hlýtur að framfylgja því sem samþykkt er á þeim fundum og ég vona að það verði svo eftirleiðis.